17.04.1973
Efri deild: 98. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3694 í B-deild Alþingistíðinda. (3309)

223. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Félmrh. (Hannibal Valdimarason):

Herra forseti. Ég svaraði spurningu hv. þm. beint og krókalaust, að mig skipti það engu máli, hvort misskilningur hefði valdið tekjuskerðingu byggingarsjóðs eða ásetningur, og fullyrti þó, að enginn hefði ásetning um slíkt. En hins vegar taldi ég, að misskilningur, ef um hann væri að ræða, yrði áreiðanlega leiðréttur og ég bæri fullt traust til hæstv. fjmrh. um það.

Svo mikið er víst, að hingað til hefur ekkert staðið upp á byggingarsjóð ríkisins um að fullnægja sínum skyldum við þá, sem hafa sótt um lán til byggingarsjóðsins innan ramma þeirrar löggjafar, sem þar um gildir. Framvegis mun og allra ráða verða leitað til þess, að byggingarsjóður ríkisins geti innt sínar skyldur af hendi lögum samkvæmt.