17.04.1973
Efri deild: 98. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3699 í B-deild Alþingistíðinda. (3314)

76. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Axel Jónsson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð til samanburðar við ákvæði tekjustofnalaganna, sem sett voru á s.l. ári. Þar er að finna ákvæði um það, að ef gjaldþegn hefur greitt fyrir fram meira en 50% af álögðum gjöldum, þá skuli hann fá 11/2 % vexti frá sveitarstjórn. En það er nú dálítill munur á, hvort þar er verið að gera ráð fyrir því, að hugsanlega hafi verið farið aðeins yfir markið varðandi 50% á miðju ári, eða hvort um sé að ræða, að svo harkalega geti verið gengið fram í innheimtunni, að allur skatturinn sé greiddur.