17.04.1973
Sameinað þing: 74. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3737 í B-deild Alþingistíðinda. (3372)

312. mál, endurskoðun á loftferðalögum

Fyrirspyrjandi (Axel Jónsson) :

Herra forseti: Ég hef leyft mér að flytja fsp. til hæstv. samgrh. á þskj. 606 um endurskoðun á loftferðalögum: „Hvað líður framkvæmd þál. frá 8. febr. 1972 um endurskoðun á loftferðalögum?“ Sú þál. var flutt af mér, ásamt 4. þm. Norðurl. e., og hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að skipa n. til að endurskoða ákvæði loftferðalaga um ábyrgð flytjanda farþega og farms, einkum með tilliti til þess, að eigi er alltaf fullljóst, hver teljast skuli flytjandi, sömuleiðis reglur um ábyrgð eiganda flugvélar gagnvart flugmönnum, svo og vátryggingarsamninga varðandi flug“.