18.04.1973
Efri deild: 100. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3808 í B-deild Alþingistíðinda. (3439)

76. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Félmrh. (Hannibal Valdimarsson) :

Herra forseti. Ég vil aðeins út af orðum hv. þm. Axels Jónssonar segja það, að ég get lýst því yfir, að þrátt fyrir fjölgun tölul., sem hann ræddi um, mundi eftir sem áður verða gert ráð fyrir því, að skattalög og tekjustofnalög sveitarfélaga fylgist að, að því er framkvæmd snertir, að þessu leyti. Verði svo á litið, að þetta nægi ekki, mundi þessu verða kippt í lag, sennilega á næsta ári, ef þetta verður að 1ögum.