18.04.1973
Sameinað þing: 77. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3832 í B-deild Alþingistíðinda. (3471)

Kosning tveggja endurskoðenda reikninga Útvegsbanka Íslands

Forseti (EystJ) :

Nú mun ég flytja örstutt yfirlit yfir störf þessa þings að venju: Þingið hefur staðið frá 10. okt. til 21. des. 1972 og frá 25. jan. til 18. apríl 1973, alls 157 daga.

Þingfundir sem hafa verið haldnir

Í neðri deild 98

Í efri deild 100

Í sameinuðu þingi 77

Samt 275

Þingmál og úrslit þeirra:

l. Lagafrumvörp

1. Stjórnarfrumvörp:

a Lögð fyrir neðri deild 42

b. —– —- —– 48

c. —— —- —– 2

92

2. Þingmannafrumvörp:

a. Borin fram í neðri deild 30

b. —- —– í efri deild 14

44

136

Úrslið urðu þessi:

a. Afgreidd sem lög:

Stjórnarfrumvörp 71

Þingmannafrumvörp 13

84

b. Vísað til ríkisstjórnarinnar:

Stjórnarfrumvarp 1

Þingmannafrumvörp 4

5

c. Ekki útrædd

Stjórnarfrumvörp 20

Þingmannafrumvörp 27

47

136

ll. Þingsályktunartillögur:

Bornar fram í sameinuðu þingi 69

Úrslit urðu þessi:

a. Ályktanir Alþingis 24

b. Felld 1

c. Afgr. með rökstuddri dagskrá 1

d. Vísarð til ríkisstjórnarinnar 12

e. Ekki útræddar 31

69

lll. Fyrirspurnir:

Í sameinuðu þingi 109

Sumar eru fleiri saman á þing-

skjali, svo málatala þeirra er

ekki nema……………….... 54

Allar voru fyrirspurnirnar þessar

ræddar nema tvær, sem teknar

voru aftur, og sex, sem eru

óútræddar.

Mál til meðferðar á þinginu alls 259

Tala prentaðra þingskjala……. 808

Þetta þing hefur haft til meðferðar fjölda merkra mála, sem til framfara horfa og hafa mörg þeirra hlotið afgreiðslu. Sum þeirra munu marka djúp spor i lífi þjóðarinnar.

Ágreiningur hefur orðið eins og ævinlega um sumt, sem gert hefur verið á þinginu, en öll óskum við þess, að störf þessa Alþ., sem nú er að ljúka, megi verða landi og þjóð til farsældar.

Sérstök ástæða er til þess að minnast þess nú, að þetta þing hefur haft með höndum það erfiða verkefni að finna fyrir sitt leyti leiðir til þess að mæta því þunga áfalli, sem íbúar Vestmannaeyja og öll þjóðin hafa orðið fyrir vegna jarðeldanna í Heimaey. Hafa þar þó einungis fyrstu skrefin verið stigin til varnar og sóknar. Við vonum öll, að til hins versta komi ekki og við eigum eftir að sjá Vestmannaeyjar taka á ný sæti sitt í þjóðarbúskapnum. Höfðleg hjálp frændfólksins á Norðurlöndum er okkur ómetanlegur styrkur, eykur bjartsýni og öryggi í þeim mikla vanda, sem við er að etja.

Ég þakka hv. þm. og hæstv. ríkisstj. fyrir góða samvinnu. Deildarforstetum og varaforsetum þakka ég gott og náið samstarf. Skrifurum þingsins þakka ég mikilsverða aðstoð og gott starf. Starfsfólki Alþingis færi ég alúðarþakkir fyrir ágætt framlag til þingstarfanna. Þm óska ég góðrar heimferðar, góðrar heimkomu og gleðilegs sumars og læt í ljós þá von, að við hittumst öll heil að hausti. Öllum landsmönnum óska ég árs og friðar og gleðilegs sumars.