17.10.1972
Sameinað þing: 3. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Góðir hlustendur. Núv. ríkisstj. hefur verið við völd í rúmlega eitt ár. A þeim stutta tíma, sem liðinn er siðan stj. var mynduð, hefur henni tekizt að hrinda í framkvæmd mörgum stórmálum. Meðal þeirra má nefna stækkun landhelginnar í 50 mílur, endurnýjun togaraflofans, stórauknar tryggingabætur, lög um 40 stunda vinnuviku og lög um lengingu orlofs. Þá má henda á gerbreytta stefnu í iðnaðarmálum, þar sem horfið hefur verið frá því, að útiendingar geti átt meiri hluta í þeim iðnfyrirtækjum, sem komið er upp í landinu. Tekin hefur verið upp ný og breytt utanríkisstefna, þar sem mörkuð hefur verið sjálfstæð, íslenzk afstaða til þýðingarmikilla utanríkismála. Og á þessum starfstíma stjórnarinnar hefur svo verið samið um launakjör við allar þýðingamestu vinnustéttir landsins og vinnufriður tryggður í tvö ár.

Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þessum stefnumálum ríkisstj. hafa verið býsna sérkennileg. Þegar fyrir lágu skýrar till. um stækkun landhelginnar og um fastákveðinn útfærsludag, þá komu þeir, sem áður höfðu engar ákveðnar till. viljað gera og lýst höfðu því yfir, að útfærslan án samninga við erlenda aðila væri ábyrgðalaus og ósæmandi, þá komu þeir og þóttust vilja færa lengra út en ríkisstj. lagði til. Sem betur fór var þjóðarviljinn yfirsterkari í landhelgismálinu. Eindregin krafa fólksins í öllum flokkum um samstöðu í málinu og um undanbragðalausar aðgerðir varð til þess, að samstaða tókst á Alþ. um þá samþykkt, sem siðan hefur verið unnið eftir.

Þegar launakjör sjómanna voru leiðrétt og fiskverð hækkaði um 18–19% í ágústmánuði á s.l. ári, þá hrópaði stjórnarandstaðan, að verið væri að tæma verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Nú hefur reynslan sýnt, að öll þessi hrópyrði voru ástæðulaus og fullyrðingar stjórnarandstöðunnar voru alrangar. Enginn eyrir var tekinn úr verðjöfnunarsjóði, sjóðurinn hélt áfram að vaxa allt árið 1971 og einnig á árinu 1972 allt fram að þessum tíma. Þegar tryggingabætur öryrkja og gamla fólksins voru auknar, skrifaði Morgunblaðið um veizluhöld ríkisstj., og talað var um, að nú ætti að eyða öllu því, sem áður hefði verið safnað. Þannig voru viðbrögðin, þannig kom skýrt fram, hver mundi hafa verið stefna þeirra Morgunblaðsmanna.

Þegar núv. ríkisstj. tók við völdum um miðjan júlímánuð á s.l. ári, hafði verðstöðvun verið í gildi samkv. lögum rúma 8 mánuði. Sú verðstöðvun tók við af gífurlegri dýrtíðarhækkun, sem verið hafði um nokkurra ára skeið og numið hafði 18.6% á ársgrundvelli á tímabilinu frá ársbyrjun 1968 til verðstöðvunarinnar í nóv. 1970. Verðstövun fyrrv. ríkisstj. var auðvitað engin lækning á verðbólguvandanum. Hún var fyrst og fremst bráðabirgðastöðvun og frestun á vissum vandamálum. Stjórnarandstæðingar halda því fram, að fyrrv. ríkisstj. hafi skilið eftir sig blómlegt bú og mikla og gilda sjóði. Þessu er þveröfugt farið. Fyrrv. ríkisstj. skildi eftir sig dýrtíðarmálið óleyst. Hún skildi eftir sig nær alla stofnlánasjóði févana. Hún hafði samið um miklar launahækkanir til opinberra starfsmanna án þess að tryggja fé til þeirra greiðslna. Hún hafði samþ. hækkun á tryggingabótum almannatrygginga, en ekki aflað fjár í því skyni. Og hún skildi eftir sig atvinnufyrirtækin, eins og t.d. Síldarverksmiðjur ríkisins, Slippstöðina á Akureyri og Norðurstjörnuna í Hafnarfirði, með hundruð milljóna í óreiðuskuldum, sem aðrir urðu að ráða fram úr. Blómlegt bú þeirra viðreisnarmanna var sannarlega ekki upp á marga fiska, þegar tillit er tekið til þess, sem eftir átti að greiða af því, sem lofað hafði verið, og þegar tillit er tekið til þess, að eftir var að hækka laun verkafólks, sjómanna og bænda til samræmis við það, sem búið var að gera með samningum við aðrar stéttir.

Núv. ríkisstj. tók við miklum óleystum vanda í efnahags- og atvinnumálum. Dýrtíðar- og verðlagsmálin eru enn óleyst, og er í þeim efnum við mikinn vanda að glíma. Ljóst er þó, að verulega hefur tekizt að draga úr þeim gífurlega hraða, sem á vexti dýrtíðarinnar var, á stjórnartíma viðreisnarstjórnarinnar. Í tíð núv. ríkisstj. hækkaði framfærsluvísitalan úr 155 stigum í 170 stig á fyrsta starfsári hennar eða frá júlí í fyrra þar til í júlí í sumar, að enn var sett á verðstöðvun. Þessi hækkun nemur 9.7% á ársgrundvelli, en ekki 18.6%, eins og í tíð fyrrv. ríkisstj. Hér er um miklu minni hækkun að ræða en verið hafði um langt skeið, því verður ekki neitað. En það verður einnig að hafa það í huga, við hvaða aðstæður þessi hækkun hefur komið fram. Í fyrsta lagi stafar hækkunin af þeim geymdu vandamálum, sem fyrrv. ríkisstj. stóð að og hafði aðeins frestað, að kæmi fram, með verðstöðvun sinni. Í öðru lagi stafa þessar hækkanir af gengisbreytingum erlendis, sem voru íslenzkum stjórnarvöldum gersamlega óviðráðanlegar, og dýrtíð í okkar viðskiptalöndum. Í þriðja lagi stafar hækkunin svo af kauphækkunum hér innanlands og öðrum ráðstöfunum, sem núv. ríkisstj. ber ábyrgð á.

Við skulum í þessum efnum hafa það skýrt í huga, að dýrtíðarvandamál eru ekki aðeins hér á landi. Dýrtið hefur einnig aukizt mjög ört í flestum löndum og ekki sízt í iðnaðarlöndum Evrópu, sem við eigum mikil viðskipti við. Í Bretlandi hækkaði t.d. framfærsluvísitalan um 11% á s.l. ári, 1971, og um 7.8% árið áður. Mjög er algengt í viðskiptalöndum okkar, að verðlag hafi hækkað um 7–8% á ári undanfarin ár.

Þegar á allt er litið, má fullyrða, að ástæðan til þess, að verðlag hefur ekki hækkað í tíð núv. ríkisstj. um meira en reynslan sýnir, sé sú, að hér hefur verið neitað um fjöldamargar verðhækkanir og raunveruleg nettóálagning og þóknun milliliða hefur verið lækkuð stórkostlega frá því, sem áður var. Ekki verður um það deilt, að í tíð núv. ríkisstj. hefur kaupgjald hækkað verulega og þó langsamlega mest hjá þeim, sem lægst höfðu kaup áður. Kaupmáttur launa hefur stóraukizt, og mun nú almennt vera 30–40% hærri en hann var árið 1970 eða síðasta heila ár viðreisnarstjórnarinnar. Áróður Alþýðublaðsins um kaupmátt launa og verðlagshækkanir hefur verið dæmigerður um viðbrögð þeirra stjórnarandstæðinga í sambandi við aðgerðir ríkisstj. og hennar stefnu. Dögum saman hélt Alþýðublaðið því fram, að ríkisstj. hefði falsað kaupgjaldsvísitöluna og að verðlag hefði hækkað svo mikið, að búið væri að taka til baka allar þær kauphækk., sem samið væri um, og rúml. það. Þessum fullyrðingaráróðri hélt Alþýðubl. fram, þar til formaður Alþfl. stóð eins og glópur í sjónvarpsumr. um þessi mál og gat auðvitað ekki hrakið opinberar tölur um kauptaxta og verðlag né heldur heinar yfirlýsingar verkalýðssamtakanna sjálfra, sem virðurk., að kaupm. launa hefði stóraukizt.

Sá vandi, sem nú er við að glíma í efnahagsmálum, er aðallega tvenns konar: Í fyrsta lagi er sá vandi að tryggja þann kaupmátt launa hinna lægra launuðu vinnustétta í landinu, sem nú hefur tekizt að ná, án þess að dýrtíð aukist meir hér á landi en í okkar viðskiptalöndum. Og í öðru lagi er sá vandi að tryggja hallalausan rekstur undirstöðuatvinnuvega þjóðarinnar og þá alveg sérstaklega útflutningsatvinnvega. Að því leyti sem afla þarf nýrra tekna til þess að halda verðlagi í skefjum og til nauðsynlegrar millifærslu í þjóðfélaginu, þá verða þeir, sem mestu eyða og bezta afkomu hafa, að taka nokkuð á sig, eftir því sem nauðsynlegt kann að reynast. En það efnahagsvandamál, sem nú er erfiðast viðfangs og alvarlegast, er minnkandi sjávarafli. Það er vissulega alvarlegt, að svo skuli horfa, að fiskaflinn skuli minnka á þessu ári um 8–10%. Í lok ágústmánaðar hafði þorsk-, ufsa- og karfaaflinn minnkað um 13%, miðað við sama tíma árið áður. Þorskaflinn einn hafði minnkað um 16%. Þróun þorskveiðanna er satt að segja uggvænleg. Árið 1971 minnkaði þorskaflinn um 18% frá árinu á undan. Á þessu ári virðist hann enn ætla að minnka um 16%. Í mánuðunum maí til ágúst í sumar minnkaði þorskaflinn um 40%, miðað við sömu mánuði í fyrra. Auðvitað hefur minnkun fiskaflans gífurleg áhrif á efnahagsþróunina í landinu. 10% aflaminnkun mun nema 1200–1400 millj. kr. í ársframleiðslu og þar með í gjaldeyrisöflun. Þessi vandi er sá erfiðasti, sem við er að fást, eins og nú standa sakir í íslenzkum efnahagsmálum. Af þessum ástæðum hefur orðið að hækka fiskverð á þessu hausti um 15% og bæta nokkuð rekstrarafkomu frystihúsa. Sérstök rannsókn, sem fram var látin fara á rekstrarstöðu frystihúsanna nýlega, staðfesti á óumdeilanlegan hátt, að sá vandi, sem frystihúsin nú eiga við að stríða, stafar af tveimur meginástæðum, af minnkandi fiskmagni og af lakasta hráefni, þar sem verðmestu tegundirnar, eins og þorskur, minnka mest. Rekstrarútgjöld frystihúsanna reyndust eins og reiknað hafði verið með í ársbyrjun við fiskverðsákvörðun þá og síðar aftur á miðju ári við fiskverðsákvörðun. Þessum sérstöku vandamálum hefur stjórnarandstaðan tekið þannig, að hún segir, að hér sé eingöngu um heimatilbúinn vanda að ræða og afleiðingu af verðbólgustefnu ríkisstj. En ég spyr: Er minnkandi fiskafli á miðunum við landið ríkisstj. að kenna? Er það núv. ríkisstj. að kenna, ef svo hörmulega hefur tekizt til, að reynslan sýni, að við hefðum þurft að stækka fiskveiðilandhelgina 2–3 árum fyrr til þess að koma í veg fyrir stórminnkandi fiskafla við landið? Ég held, að þeir í stjórnarandstöðunni, sem nú ætla að kenna ríkisstj. um þann efnahagsvanda, sem af minnkandi aflamagni stafar, ættu að fara sér hægt og íhuga sína eigin stöðu betur, áður en þeir ásaka aðra um það, sem í þessum efnum hefur gerzt og er að gerast. Enn er ekki auðvelt að segja til um það, hve sá vandi verður mikill, sem stafar af rekstrarerfiðleikum sjávarútvegsins. Enn leikur vafi á því, hvað réttmætt er að reikna með miklum fiskafla á næsta ári, og einnig þarf að taka hér fullt tillit til hækkandi markaðsverðs erlendis í ýmsum greinum, eins og t.d. á fiskmjöli, sem tvöfaldast hefur í verði frá s.l. ári, og fleira kemur hér til við þá athugun.

Stjórnarandstaðan neitar staðreyndum um minnkun fiskaflans. Hún neitar staðreyndum um hækkað vöruverð erlendis og gengisbreytingar í öðrum löndum. Og hún neitar að taka tillit til þeirra verðhækkana, sem hún hafði sjálf staðið að því að ákveða. Til viðbótar klifar hún svo á því, að ríkisstj. hafi falsað vísitöluna og ætli að falsa, og segir, að það sé verðbólgustefna stjórnarinnar, sem sé að sliga atvinnulífið. Þessu halda jafnvel þeir fram, sem voru ráðh. í viðreisnarstjórninni, þeir, sem samþykktu að banna með lögum allar vísitölubætur á laun, þeir sömu menn og m.a. samþykktu, nokkru áður en þeir létu af völdum, að lækka kaupgjaldsvísitöluna um 3.3 stig og skildu það eftir sem verkefni handa öðrum að leiðrétta þau rangindi. Ja, hvílík skinhelgi, þvílíkur yfirdrepsskapur. Eða hvað segja menn um það, þegar formaður Alþfl., Gylfi Þ. Gíslason, kemur nú í upphafi þessa þings upp í ræðustólinn og spyr um það, hvort virkilega eigi að láta neytendur í landinu greiða 6–12% fiskverðshækkun bótalaust. Gylfi var sjálfur ráðh. verðlagsmála í mörg ár og lét þá samþykkja bæði fiskverðshækkanir og aðrar verðlagshækkanir, án þess að nokkrar vísitölubætur kæmu á móti, og auðvitað margsinnis án þess að um niðurgreiðslu væri að ræða. En nú er hann fullur vandlætingar yfir því, að fiskverðshækkun, sem gerð var vegna sjómanna, skyldi ekki vera greidd niður tafarlaust. Málflutningur stjórnarandstöðunnar af þessu tagi mun vissulega dæma sig sjálfur.

Það málið, sem tekið hefur mestan tíma ríkisstj., siðan hún tók við völdum, er landhelgismálið. Útfærslan hefur þegar átt sér stað, en enn er deilt við Breta og Vestur-Þjóðverja um framkvæmd málsins. Ríkisstj. hefur gert Bretum ákveðið tilboð um bráðabirgðasamkomulag. Aðalatriði þessa tilboðs eru eftirfarandi:

1. Samkomulagið standi stuttan tíma eða til 1. júní 1974.

2. Að ekki fái önnur brezk skip að stunda veiðar innan 50 mílna markanna en þau, sem hér hafa stundað veiðar áður og eru undir 180 fetum á lengd eða undir 800 rúmlestum að stærð.

3. Að skipin verði að vera á tilteknum veiðisvæðum, þannig að tvö veiðisvæði verði jafnan notuð í einu, en 4 veiðisvæði lokuð á sama tíma. Þetta þýðir, að brezku skipin fengju að veiða 4 mán. á ári á hverju svæði, en í 8 mánuði væru svæðin þeim lokuð. Þessi opnu veiðisvæði nái þó ekki upp að 12 mílna mörkunum nema á nokkrum stöðum við landið.

4. Að íslendingar hafi fullan rétt og aðstöðu til að framfylgja því samkomulagi, sem gert yrði.

Þetta eru okkar meginskilyrði, og þau stefna að því að draga verulega úr veiðimöguleikum Breta á okkar miðum og að hlífa miðunum næst landinu. Bretar hafa ekki viljað fallast á þessi skilyrði okkar. Þeir hafa kært okkur fyrir Alþjóðadómstólnum, og þeir vitna í sífellu í landhelgissamningana frá árinu 1961. Allir landsmenn vita, að eins og nú er komið fiskistofnunum við landið er útilokað með öllu að víkja frá því grundvallarsjónarmiði, að sókn útlendinga á okkar mið verði að minnka mjög verulega og það þegar í stað. Ekki fer milli mála, að um ofveiði er að ræða á fiskimiðum okkar. Aflinn fer minnkandi þrátt fyrir aukna sókn, og fiskurinn fer smækkandi. Það gífurlega álag, sem á miðunum er, m.a. með linnulausri sókn 100–120 erlendra togara, hlýtur að enda með ósköpum, ef ekkert er að gert. En enn reyna Bretar að knýja á með sjónarmið sín í þessu máli. Þeir neita öllum takmörkunum á skipum og krefjast þess að fá leyfi til að senda á okkar mið þau skip, sem þeir telja sér hentugast að senda hingað. Þeir neita algerlega kröfum okkar um, að við lítum eftir framkvæmd samkomulagsins. Þeir telja, að sjálfir verði þeir að dæma sín skip vegna þess, sem þau geri utan 12 mílna. Og enn krefjast þeir samkomulags til þriggja ára, án þess þó að vilja veita okkur nokkra minnstu viðurkenningu í landhelgismálinu. Og þeir neita algerlega okkar till. um takmörkuð veiðisvæði og krefjast þess að fá að veiða alls staðar við landið upp að 12 mílum, nema sambærilegum íslenzkum skipum verði þá bannað að veiða þar líka.

Þannig stendur deilan við Breta enn í dag, og áfram halda þeir að brjóta okkar lög og okkar reglur. Það er býsna hastarlegt, að við þessar aðstæður skuli blöð stjórnarandstöðunnar stunda þá iðju, sem þau gera í dag með sífelldum dylgjuskrifum og beinum árásum á þá menn, sem fara með samningamálin af okkar hálfu við Breta. Undanfarna daga hafa stjórnarandstöðublöðin sérstaklega veitzt að mér í þessum efnum, af því að ég hef talið, að Bretar yrðu að breyta um afstöðu, ef nokkur von ætti að vera á samkomulagi. Sagt hefur verið í þessum blöðum, að ég væri með yfirgang og ég hefði sýnt óbilgirni og ég gæti skaðað hagsmuni landsins með stífni minni. Og eitt stjórnarandstöðublaðið hélt því beinlínis fram, að kröfur mínar um form kæmu í veg fyrir samkomulag. Jafnhliða þessum skrifum er svo daglega reynt að ala á tortryggni milli ráðh. varðandi vinnubrögð í málinu og það fullyrt ýmist, að ég hafi ráðizt að forsrh. eða utanrrh. eða þeir að mér. En hverjum þjóna þessi blaðaskrif, og hvað á allur þessi ósannindaþvættingur að þýða? Eru þeir, sem þetta skrifa, að þjóna íslenzkum málstað? Bretar veita þessum skrifum vissulega athugli, og þeir hyllast til að halda, að raunverulega njóti þeirra kröfugerð fylgis hér á landi? Þeir reyna líka í blöðum sínum að tortryggja einstaka menn hér á landi og telja, að á þeim standi allt fast. Ég fullyrði af reynslu minni, að þessi skrif Morgunblaðsins, Alþýðublaðsins og Vísis eiga enga stoð í almennri afstöðu sjálfstæðismanna og Alþfl. manna til landhelgismálsins og til samningaviðræðnanna við Breta. Sjálfstæðismenn og Alþfl -menn um allt land hafa svipuð viðhorf til landhelgismálsins og ég og mínir flokksbræður hafa. Það, sem í þessum efnum ræður ábyrgðarlausum skrifum örfárra manna í stjórnarandstöðuhlöðunum, er skefjalaus græðgi þeirra í að fella ríkisstj. Í þeirri baráttu þessara manna er allt leyfilegt, einnig það að setja landhelgismálið í hættu.

Árið 1958, þegar landhelgin þá var stækkuð, var þessi sami leikur leikinn af nokkrum mönnum. Hann mistókst þá með öllu og eins mun verða nú. Frá grundvallarskilyrðum okkar í samningunum við Breta verður ekki vikið. Það verða Bretar að skilja. Þeir mega ekki standa í neinum vafa um, að öll þjóðin stendur að baki þeim till., sem við höfum gert. Fram til þessa höfum við farið okkur hægt í allri framkvæmd málsins og skýrt okkar málstað með hægð, en þó með festu. Við höfum þolað Bretum yfirgang og hlustað á frekjulegar kröfur þeirra, rétt eins og þeir ættu fiskimiðin við landið. Á þessu hlýtur að verða breyting fyrr en varir, ef Bretar vilja ekki skilja alvöru málsins, því að það mega þeir vita, að hvorki þeir né aðrir útlendingar geta stundað veiðar hér við land í fullkomnum fjandskap við fólkið í landinu.

Þeir flokkar, sem standa að núv. ríkisstj., hafa færzt mikið í fang. Mikið hefur verið gert á stuttum tíma. Nú eru mikil vandamál, sem ráða þarf fram úr. Að lausn þeirra er nú unnið. Ég trúi því, að þau verði leyst með hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir augum. — Góða nótt.