14.11.1972
Sameinað þing: 15. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 671 í B-deild Alþingistíðinda. (390)

53. mál, vararafstöðvar

Ef litið er á Hvammstanga í Vestur-Húnavatnssýslu, þá blasir það við, að þar hefði getað orðið stórfellt tjón á húsum, ef gert hefði mikið frost, meðan staðurinn var algerlega rafmagnslaus. Það sem sagt blasir við, að þéttbýlisstaðir, sem aðeins fá orku úr einni átt og hafa enga vararafstöð, eru augljóslega mjög illa settir, því að ísingarveður af þessu tagi geta endurtekið sig hvenær sem er og þá kannske við verri aðstæður og meira frost en var í þetta sinn. Af þessum ástæðum hef ég leyft mér að bera fram eftirfarandi fsp. til hæstv. iðnrh.:

„1. Er ekki unnt að koma því til leiðar, að vararafstöð, sem sett var upp til bráðabirgða á Hvammstanga eftir ísingarveðrið mikla 27. okt. s.l., verði þar tilframbúðar?

2. Hve víða stendur svo á í þéttbýlisstöðum með yfir 300 íbúa, að ekki séu til varaaflstöðvar? Er ekki nauðsynlegt af öryggisástæðum að koma upp varaafli á þessum stöðum eða a.m.k. að tryggja, að í hverju kjördæmi sé færanleg dísilvél, sem setja megi upp með litlum fyrirvara?“