16.11.1972
Efri deild: 14. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í B-deild Alþingistíðinda. (468)

77. mál, lántaka Fiskveiðasjóðs Íslands o.fl.

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Enda þótt ég sé sá í hópi þeirra, sem í ríkisstj. sitja, sem einna fjærst sé því að kunna nokkur skil á sjávarútvegi, enda sagt, að ég sé bæði sjóveikur og sjóhræddur, þá skal ég verða við tilmælum hv. þm. um að koma þessu áleiðis til þeirra, sem betri skil kunna og við málin fást. Hins vegar vil ég svo geta þess, að þessi afgreiðsla hér er ekki bundin neitt sérstaklega við afgreiðslu einna skipa né annarra, heldur formbreyting á því láni, sem um er að ræða.