28.11.1972
Sameinað þing: 22. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (621)

72. mál, afnám vínveitinga á vegum ríkisins

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Það er ekki hægt um vik fyrir þm. að æskja upplýsinga frá einhverjum hæstv. ráðh. í sambandi við mál. sem eru á dagskrá og hér til umr. Ég hygg, að þær upplýsingar, sem ég ætlaði hér að gerast svo djörf að fara fram á, að veittar yrðu, gætu hvort heldur væri komið frá hæstv. menntmrh., sem við vitum, að er nú upptekinn við að semja um fiskveiðilögsögu, eða hæstv. heilbr.- og trmrh., hæstv. félmrh. eða jafnvel hæstv. viðskrh., sem líka er að semja um fiskveiðilögsögu. (Forseti: Ég mun fresta umr., ef hv. þm. óskar þess). Já, það væri ekki úr vegi, því að þetta er fsp., sem varðar það mál, sem hér er á dagskr. Ég get annars hvort heldur er borið fram þessa fsp. núna og forseti . (Forseti: Óskar þm. eftir, að ég fresti umr.?) Já, takk.