04.12.1972
Sameinað þing: 24. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 980 í B-deild Alþingistíðinda. (667)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf tveggja varaþingmanna: Í fyrsta lagi kjörbréf Jóns G. Sólness bankaútibússtjóra, sem er 2. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. e., og tekur hann sæti Magnúsar Jónssonar, 2. þm. Norðurl. e., sem hefur boðað forföll og víkur af þingi um nokkurra vikna skeið. Í öðru lagi kjörbréf Ásgeirs Péturssonar sýslumanns í Borgarnesi, 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi, sem tekur sæti í veikindaforföllum Jóns Árnasonar, 2. þm. Vesturl. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf þessara tveggja varaþingmanna og hefur ekkert fundið við þau að athuga og mælir með því, að kosning þessara varaþingmanna verði metin gild og kjörbréf þeirra samþykkt.