04.12.1972
Neðri deild: 20. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 995 í B-deild Alþingistíðinda. (687)

32. mál, loðna til bræðslu

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umr. um þetta mál, en ég tel rétt að fara aðeins örfáum orðum um nál., vegna þess að við 1. umr. málsins í d. tjáði ég mig andvígan nokkrum atriðum í frv. og lýsti því jafnframt yfir, að ég mundi beita mér fyrir breytingum í þeim efnum. Ég tel þess vegna, að eins og frv. liggur fyrir með till. meiri hl. sjútvn, um breytingar þar tilteknar, geti ég fyllilega fallizt á það. Það má vel vera, að það hefði mátt ganga lengra á sumum sviðum, en ég held samt, að fyllilega sé náð þeim tilgangi, sem til var ætlazt með breytingunum. Það er að vísu rétt, að nokkur samtök sjómanna, sem fengu málið til umsagnar, mæltu með frv. eins og það var, þótt Farmanna- og fiskimannasambandið gerði hins vegar ýmsar áhendingar til breytinga og lagði þar til. að það yrði tekið inn í grg. Ég lýsti því yfir við 1. umr. málsins, að ég mundi beita mér fyrir breytingum á frv. Ég gerði það og tel. að eins og frv. kemur til með að verða, ef brtt. meiri hl. n. verða samþykktar, geti ég vel staðið að því, og hef tjáð mig samþykkan því, eins og það liggur nú fyrir.