04.12.1972
Neðri deild: 20. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í B-deild Alþingistíðinda. (691)

4. mál, Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Frv. það til l. um Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum, sem nú kemur til 1. umr. hér í hv. d., var fyrst flutt síðla á siðasta þingi, en varð ekki útrætt. Það er nú flutt á ný, var lagt fram í hv. Ed. og hefur þegar hlotið afgreiðslu þaðan. Frv. miðar að því að samræma lög nm Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum lögum, sem sett voru á síðasta þingi um Stýrimannaskólann í Reykjavík. Þar eru tekin upp ákvæði þeirra l., eftir því sem við á um Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum, sem eigi hefur jafnmörg námsstig og veitir eigi jafnmikla menntun í sjómannagreinum og Stýrimannaskólinn í Reykjavík.

Í meðförum Ed. voru, eins og kemur fram á þskj., gerðar smávægilegar breytingar á þrem gr. frv. Í fyrsta lagi var 4. gr. breytt til að bæta þar inn nokkur námsefni 7. gr. var breytt til þess að liðka fyrir um próftöku. Hún á ekki aðeins að geta átt sér stað, þegar lokið er námi í hverju stigi sjómannafræða, heldur þegar lokið er hverri námsönn, ef henta þykir. Loks er um breytingu að ræða í 9. gr., sem fyrst og fremst er orðlags-, en ekki efnisbreyting, en tiltekur nánar, hversu með skuli fara, ef mönnum er veitt tækifæri til að reyna inngöngu í skólann án þess að sitja í undirbúningsdeild. Ég tel allar þessar breytingar til bóta.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess, herra forseti, að hafa fleiri orð um þetta mál að sinni, en vil aðeins leyfa mér að vænta þess, að hv. d. sjái sér fært að afgreiða það, og legg til, að því verði að þessari umr. lokinni vísað til hv. menntmn.