05.12.1972
Sameinað þing: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1013 í B-deild Alþingistíðinda. (711)

103. mál, framkvæmdaáætlun fyrir Norðurlandskjördæmi vestra

Fyrirspyrjandi (Pétur Pétursson):

Herra forseti. Ég geri mig ánægðan með þessi svör. Ég skil það vel, að það taki nokkurn tíma að gera slíka áætlun. Aðalatriðið er, að verkið er hafið. Það hefur að vísu verið breytt nokkuð út frá því, sem till. sjálf gerði ráð fyrir. Það hefur verið gerð sérstök áætlun fyrir Skagaströnd, og er ekki nema gott eitt um það að segja, og síðan hefur Strandabyggð verið bætt við, og hef ég ekkert við það að athuga. En till. gerði og ráð fyrir, að þessi áætlun næði fyrst og fremst yfir Norðurl. v. allt.

Ég legg mikið upp úr því, að hafnar séu hið allra fyrsta viðræður við heimamenn um þessi efni, og það kom fram í svari hæstv, ráðh., að það er ætlunin að gera það, og ef þessu máli verður lokið á einu ári, þá er ég ánægður með þá niðurstöðu.