05.12.1972
Sameinað þing: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1016 í B-deild Alþingistíðinda. (716)

281. mál, kennsluskylda og rannsóknarstörf prófessora

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Á þskj. 99 hef ég leyft mér að bera fram fsp. til hæstv. menntmrh. um kennsluskyldu og rannsóknarstörf prófessora. Það þarf raunar ekki að hafa mikinn formála að þessari spurningu, en hún er fram borin fyrst og fremst vegna þess, að ég hef gert nokkrar tilraunir til þess að fá upplýst, hver raunveruleg kennsluskylda prófessora við Háskóla Íslands væri. Mér hefur ekki enn tekizt að fá úr þeim spurningum leyst, og ég vænti þess, að hæstv. menntmrh. geti frætt mig um það hér á eftir í sínum svörum. Þessi fsp. á þskj. 99 er í eftirfarandi þrem liðum:

„1. Hver er kennsluskylda prófessora við Háskóla Íslands og Kennaraháskóla?

2. Hvernig er áætlað, að vinnutími prófessora skiptist milli Kennslustarfa og rannsóknarstarfa?

3. Skila prófessorar skýrslu um rannsóknarstörf sín?“