05.12.1972
Sameinað þing: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1019 í B-deild Alþingistíðinda. (719)

281. mál, kennsluskylda og rannsóknarstörf prófessora

Bjarni Guðnason:

Herra forseti Það er augljóst mál, að hv. 7. landsk. þm. hafði ekki mikla vitneskju um það, sem hann var að tala um. Hann heldur, að þeir, sem kenni í Háskólanum, séu bara kennarar eða skili ákveðnum fjölda kennslutíma við Háskólann. hetta er reginmisskilningur, og það er alveg óþarft fyrir hv. 7. landsk. þm. að miða það við barnakennara eða aðra. Hér er yfirleitt um það að ræða, að prófessorunum er falin rannsóknarskylda, og það er mjög mikilvægur þáttur og beinlínis grundvöllurinn að því, að menn verði háskólakennarar, að þeir hafi sýnt einhverja getu í rannsóknarstörfum. Eins og kom fram hjá hæstv. menntmrh., þarf hver kennslutími í Háskólanum mikinn undirbúning. Ég mæli þar af reynslu, að fjögurra stunda undirbúningur undir einn fyrirlestrartíma hrekkur allt of skammt. Ég hef stundum verið heilan dag og tvo daga að undirbúa einn fyrirlestur. En það er ekki von, að Karvel Pálmason skilji það. (Gripið fram í.) Að öðru leyti er ágætt að fá þetta fram til þess að reyna að rjúfa þá þoku, sem hér lagðist yfir þingheiminn.