05.12.1972
Sameinað þing: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1021 í B-deild Alþingistíðinda. (723)

282. mál, endurskoðun ljósmæðralaga

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að ræða frekar um þetta mál. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir svörin við þessari spurningu. Mér sýnist, að þau gefi tilefni til þess að ætla, að n. hafi verið að störfum og hafi unnið. Orsökina fyrir því, að ekki er komið álit um till. n., segir ráðh. vera þá, að n. telji ekki tímabært að skila því áliti, fyrr en séð verður, hvaða meðferð heilsugæzlufrv. fær hér á hv. Alþ. Það má vel vera, að þetta fari hvort tveggja saman, ég skal ekki um það dæma. En ég þakka sem sagt ráðh. svörin.