05.12.1972
Sameinað þing: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1024 í B-deild Alþingistíðinda. (729)

92. mál, vátrygging fiskiskipa

Fyrirspyrjandi (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja á þskj. 105 fsp. til hæstv. sjútvrh, varðandi vátryggingarmál fiskiskipa. Fsp. hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Er að vænta frá hendi ráðh. tillagna eða frv. til 1. um vátryggingu fiskiskipa, sem miði að lækkun vátryggingariðgjalda, sbr. yfirlýsingu í málefnasamningi ríkisstj.?“

Ég flutti á síðasta þingi fsp. um þetta sama efni, og veitti ráðh. þá þær upplýsingar, að hinn 16. des. 1971 hefði verið skipuð n. í málið og hún hefði skilað áliti í marzmánuði s.l. Kom fram í svari hæstv. ráðh., að hann fyrir sitt leyti væri engan veginn ánægður með niðurstöður n. og að rn. ynni að því að undirbúa till. í málinu. Þar sem hér er að mínum dómi um nokkuð aðkallandi mál að ræða og því beinlínis heitið í málefnasamningi hæstv. ríkisstj., að sett skuli löggjöf um vátryggingarmál fiskiskipa, sem miði að því að lækka iðgjöld þessara trygginga, en enn hefur ekkert heyrzt frá hæstv. ríkisstj. um málið, hef ég leyft mér að ítreka fsp. mína frá fyrra ári varðandi þetta atriði.