12.12.1972
Sameinað þing: 28. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1101 í B-deild Alþingistíðinda. (814)

106. mál, viðbótarritlaun til rithöfunda

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Þetta er mál, sem oft hefur borið á góma hér í sölum Alþingis, en nátengd þessu er auðvitað þáttur varðandi tónskáld. Þeirra verk eru seld og innheimtur söluskattur af þeim líka. Ef á að fara að gera rithöfundum miklu hærra undir höfði með því að endurgreiða þeim söluskatt af sínum hugverkum, legg ég til. að hugleitt sé í leiðinni, hversu á að meta tónskáld, því að þeim hefur oft verið minni sómi sýndur við úthlutun listaverkastyrkja. Ég vil þess vegna beina því eindregið til þeirra manna, sem fjalla um þessi mál, að muna eftir tónskáldum okkar í leiðinni.