13.12.1972
Efri deild: 23. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1139 í B-deild Alþingistíðinda. (863)

39. mál, orlof

Þorvaldur Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Það var aðeins út af þeim orðum hv. síðasta ræðumanns, að það væri ekki réttur skilningur, sem ég hélt hér fram, að það hefði orðið samkomulag um þetta atriði sem við deilum um, í n., sem undirbjó orlofslögin. Ég hef heyrt hv. þm. segja þetta einu sinni áður. Það var eftir að ráðuneytisstjórinn var búinn að lýsa málinu á fundi félmn. á þann veg, sem ég skildi það. Þegar þessi misskilningur kom svo upp, var ákveðið að fá ráðuneytisstjórann aftur á fund félmn., og það var ástæðan til hinna óvenjulegu vinnubragða að kveðja ráðuneytisstjórann tvisvar á fund. Það var vegna þessa misskilnings, að hann kom aftur á fundinn og lýsti þessu máli á þann veg, sem ég hef skýrt.