24.10.1972
Sameinað þing: 6. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í B-deild Alþingistíðinda. (89)

10. mál, lánveitingar Húsnæðismálastofnunar ríkisins

Félmrh. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Ég vona það, að svör mín, þó að þau verði að vera í stytzta lagi vegna þingskapa, gefi nokkrar upplýsingar um stöðu húsnæðismálanna í dag. En svörin við spurningum þeim, sem hv. 5. þm. Reykn, hefur borið fram, eru á þessa leið:

1. Spurning hans var, hve mikilli fjárhæð samtals nema lánveitingar Húsnæðismálastofnunar ríkisins úr Byggingarsjóði ríkisins. a. Miðað við 15. okt. 1971. Það eru 498 millj. 419 þús. kr. 15. okt. 1971. b. Miðað við 15. okt. 1972 er upphæðin 538 millj. 37 þús. kr. Annars vegar a. til nýbygginga, það eru kr. 902 millj,. 596 þús. samtals bæði árin. Þar af eru það 410 millj. 519 þús. kr. á árinu 1971 og 492 millj. 77 þús. kr. á árinu 1972. b. Til kaupa á eldri íbúðum samtals bæði árin 133 millj. 860 þús. kr., þar af 87 millj. 900 þús. kr. á árinu 1971 og 45 millj. 960 þús. kr. það, sem af er árinu 1972. En í sambandi við lán til kaupa á eldri íbúðum, sem talin eru nema 87.9 millj. kr. á árinu 1971, er rétt að geta þess, að í fjárhæð þessari eru öll slík lán, sem veitt voru frá gildistöku l. nr. 30 frá 12. maí 1970 og til ársloka 1971, þ.e.a.s. rúmlega hálft annað ár. Hluti af þessum lánum kemur fyrst til greiðslu á árinu 1972. Við þetta má bæta því, að miðað við 23. þ. m. voru lán til byggingaráætlunar framkvæmdanefndar svo sem hér greinir: Árið 1971 ca. 126.3 millj. kr. og 1972 176.7 millj. kr. Enn fremur má geta þess, að framkvæmdalán miðað við sama tíma námu eftirtöldum fjárhæðum: Árið 1971 ca. 70 millj. kr. og árið 1972 97.6 millj. kr. Þetta var svar við fyrstu spurningunni.

2. Hvernig skiptast þessar lánveitingar eftir kjördæmum? Nú kemur hér heilmikið talnamoð. Svarið er þetta: Reykjavík, e- lán 394 millj., g- lán 32 millj. 362 þús., tölurnar eru á árinu 1971, og þær, sem ég nefni nú, eru frá árinu 1972, það sem af því er liðið: e- lán frá árinu 1972 eru 235 millj. 700 þús. og g- lánin 18.1 millj. kr. Vesturland: 14 millj. 800 þús. e- lán 1971 og 4.5 millj. kr. g- lán á árinu 1971. Þetta er á árinu 1972 e- lán 7.3 millj. og g- lán 3 millj. 550 þús. Vestfirðir: Á árinu 1971 e- lán 11.7 millj. og g- lán 3.9 millj.; e- lán á árinu 1972 8.2 millj. og g- lán 2.8 millj. Norðurl. v.: 13 millj. kr. e- lán 1971 og g- lán 2.2 millj.; e- lán á árinu 1972 10 millj. kr. og g- lán 1.8 millj. Norðurl. e.: 78.5 millj. e- lán 1971 og 8.6 millj g- lán á árinu 1971. Á árinu 1972 eru þetta e- lán 46 millj. og g- lánin 5 millj. 850 þús. Austurland: 23.5 millj. e- lán á árinu 1971 og 4.3 millj. g- lán á sama ári. E- lánin á árinu 1972 eru 15 millj. og g- lánin 2.25 millj. Suðurland: E- lán á árinu 1971 28 millj. 500 þús., g- lán 1.6 millj. á árinu 1971. E- lánin 30.9 millj. á árinu 1972 og 2.55 millj. á árinu 1972. Reykjanes: 173 millj. 614 þús. e- lán 1971, 17.2 millj. í g- lánum á sama ári, en á árinu 1972 eru þetta e- lán 146.5 millj. og g- lán 9.05 millj. kr. Samtals eru e- lánin á árinu 1971 742 millj. 600 þús. kr. Í sambandi við framanskráða grg. ber þess að gæta, að hér er um að ræða e- lán allt árið 1971, en e- lán ársins 1972 eru aðeins þau lán, — sem veitt hafa verið það tímabil, sem liðið er af þessu ári.

3. Hve margar eru þær lánsumsóknir vegna nýbygginga, er borizt hafa á þessu ári og enn hafa enga afgr. hlotið? Svar: 1049 talsins, þar af eru nú aðeins 118 umsóknir út á íbúðir, sem — fokheldar hafa orðið frá 1.9. s.l. til 1.10. s.l., og þær einar eru afgreiðsluhæfar nú.

4. Hve margar eru þær íbúðir, sem aðeins fyrri hluti heildarláns hefur enn verið veittur til? Svar: 722 talsins. Hvenær verða veitt seinni hluta lán til smíði þeirra íbúða? Svar: Þeir umsækjendur, sem fengu sín frumbyggingarlán borguð út í apríl á þessu ári, munu fá framhaldslánin greidd út í des. n.k.

5. Hvenær verða veitt frumlán til smiði þeirra íbúða, sem fokheldar hafa orðið frá og með 1. júlí s.l., og hve margar eru þær nú? Svar: í lánveitingu til greiðslu pr. 15. nóv. n.k. eru þeir, sem sóttu um lánin fram til 1. júlí s.l. og skiluðu fokheldisvottorðum fram til 1. 9. s.l. Þær íbúðir, sem fokheldar hafa orðið frá 1. sept. s.l. og engin lán hafa enn verið veitt út á, eru 118 talsins. Samkv. reglugerð um úthlutun íbúðalána er ekki gert ráð fyrir, að lánbeiðnir, sem berast eftir 1. feb. ár hvert, verði afgreiddar fyrr en eftir 1. febrúar árið á eftir, þó að stundum hafi tekizt að veita lán fyrir 1. febrúar næsta ár á eftir til þeirra, sem vísað hafa fram vottorði um fokhelda íbúð fyrir 1. nóv. Þar af eru 105 umsóknir, sem borizt hafa fyrir eindagann 1. feb. 1972, en 13 umsóknir eftir þann tíma, og eiga því strangt tekið ekki að koma til afgreiðslu fyrr en á árinu 1973. Af þessum 118 umsóknum eru 7 frá Reykjavík, en 111 utan Reykjavíkur. Langflestar þessara íbúða urðu fokheldar í sept. 1972. Nú bíða auk ofangreindra 118 umsókna 931 fullgildar, lánshæfar umsóknir eftir afgreiðslu, en engin þeirra er stíluð á íbúð, sem orðin er fokheld. Fyrr en svo er orðið geta þær ekki komið til greina við lánveitingu. Hve margar er talið, að þær verði við lok ársins? Svar: Engin könnun hefur farið fram á því, og þess vegna ekkert hægt um það að segja nú. Er ætlunin að veita frumlán til smíði þeirra allra, er komi til greiðslu fyrir lok þessa árs? Svar: Gera má ráð fyrir, að stefnt verði að því, að í því efni verði svipað gert og tekizt hefur að gera undanfarin ár.

6. Hve mikið fjármagn þarf að útvega nú, svo að unnt sé að veita á þessu ári jafnmörg byggingarlán og gert hefur verið að meðaltali undanfarin 4 ár? Svar: Á árunum 1968–1971 námu lánveitingar til nýrra íbúða ca. 562 millj. kr. á ári að meðaltali. Til flestra íbúða voru veitt lán árið 1968 eða samtals 1262 íbúða, en á árinu 1970 voru þessar íbúðir 1032. Meðaltal var 1160 íbúðir á ári. Á árinu 1972 er áætlað, að lánveitingar til nýrra íbúða nemi um 680 millj. kr. og tala nýrra íbúða, sem njóti lána á árinu 1972 verði nálægt 1152.

7. Hver úrræði eru á prjónunum nú um frambúðarlausn fyrir Byggingarsjóð ríkisins? Svar: Samkv. bráðabirgðaáætlun, sem hagfræðideild Seðlabanka Íslands hefur gert um Byggingarsjóð ríkisins á árinu 1973, er gert ráð fyrir, að á því ári verði til ráðstöfunar í útlán 1195 millj. kr. Komi í ljós, að þörf sé aukinnar fjáröflunar til íbúðalána á árinu 1973, mun ríkisstj. að sjálfsögðu hlutast til um viðeigandi aðgerðir í því efni, þegar þar að kemur, og gæti þá þurft að leita ákvörðunar Alþ.

Þetta er svar mitt í eins stuttu máli og unnt var.