16.12.1972
Neðri deild: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1331 í B-deild Alþingistíðinda. (968)

124. mál, vátryggingarstarfsemi

Heilbr.- og trmrh. (Magnús Kjartansson):

Herra forseti. Ég lagði þetta frv. fyrir síðasta þing til kynningar, og það er nú lagt fram öðru sinni með óverulegum breytingum. Ég gerði ítarlega grein fyrir málinu á síðasta þingi og tel ekki ástæðu til að endurtaka það hér. Ósk mín er aðeins sú, að hv. þm. geti á það fallizt, að þessu máli verði vísað til n. og fái þar þá eðlilegu athugun, sem nauðsynlega er. Ég óska þess vegna eftir því, að frv. verði að lokinni 1. umr. vísað til hv. heilbr.- og trn. og 2. umr.