11.12.1973
Neðri deild: 39. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1183 í B-deild Alþingistíðinda. (1077)

153. mál, launaskattur

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 202 er frv. til l. um breyt. á l. um launaskatt. Hér er um að ræða framlengingu á gildandi l., alveg óbreyttum eins og þau eru nú og hafa gilt á þessu ári. Það stóð til í fjmrn. og var búið að vinna allmikið að því að breyta þessu þannig að sameina í eina löggjöf frv. um atvinnuleysistryggingar, slysatryggingar og aðrar tryggingar, sem atvinnurekendur greiða, til þess að vera ekki með það í eins mörgum tekjubálkum og nú er. Sú varð þó niðurstaðan að gera það ekki að þessu sinni og óska eftir því, að þetta frv. yrði framlengt óbreytt með þeim skilyrðum, sem fylgja, en athuga aftur síðar í vetur um heildarbreytingu og sameiningu þessara tekjustofna. Ég skal viðurkenna, að þetta frv. er seint fram komið, og stafar m. a. af þessu.

Ég legg svo til. herra forseti, að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.