29.10.1973
Efri deild: 5. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í B-deild Alþingistíðinda. (120)

16. mál, verkfræðingar o.fl.

Heilbr.- og trmrh. (Magnús Kjartansson) :

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um breyt. á 1. nr. 73 frá 9. okt. 1968, um rétt manna til að kalla sig verkfræðinga, húsameistara, tæknifræðinga eða byggingafræðinga. Frv. þetta er flutt samkv. tilmælum Félags ísl. teiknara annars vegar og Félags húsgagnaarkitekta hins vegar, en báðir þessir starfshópar hafa talið nauðsyn á því, að starfsheiti þeirra yrðu lögvernduð og réttur til að bera þau bundinn tilteknum skilyrðum.

Frv. sjálft er afar einfalt. Það er lagt til í 1. gr., að heiti laganna breytist og þau nefnist hér eftir: Lög um rétt manna til starfsheitis, þannig að ekki sé verið að telja þarna upp öll þau starfsheiti, sem um er að ræða. Það gæti orðið býsna löng þula, áður en lýkur.

Í öðru lagi er lagt til. að í l. bætist fjórar nýjar gr., 10.–13. gr. 10. og 11. gr. fjalla um auglýsingateiknara og segir í 10. gr., að rétt til þess að kalla sig auglýsingateiknara hafi þeir einir hér á landi, sem hafi til þess leyfi ráðh., en í 11. gr. er síðan skilgreint, hvað til þess þurfi að geta óskað eftir því að fá slíkt starfsheiti. Í 12. gr. er svo í fjallað um húsgagna- og innanhússhönnuði, en hliðstætt nafn í Skandinavíu er möbel- og interiör arkitekt, og rétt til að kalla sig þessu nafni hafi þeir einir, sem hafi fengið til þess leyfi ráðh, í 13. gr. er svo um það fjallað, hvaða menntun menn verði að hafa til þess að geta fengið þetta starfsheiti.

Að öðru leyti, held ég, að þetta frv. skýri sig sjálft, og sé ekki ástæðu til þess að orðlengja um það.

Ég legg til, herra forseti, að því verði að lokinni 1. umr. vísað til 2. umr. og hv. iðnn.