29.10.1973
Efri deild: 5. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í B-deild Alþingistíðinda. (124)

39. mál, veðdeild Landsbanka Íslands

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Frv. þetta gerir ráð fyrir þeirri breytingu á gildandi lögum, að veðdeild Landsbanka Íslands verði heimilað að gefa út bankavaxtabréf fyrir allt að 300 millj. kr., en í gildandi l. er takmarkið 200 millj. kr. Sem sagt, sú heimild, sem í l. hefur verið, hefur verið notuð til fulls, og verður þá ekki haldið lengur áfram þeirri starfsemi, sem hér er um að ræða, nema auka á þessa heimild, eins og þetta frv., gerir ráð fyrir.

Það hefur þótt eðlilegt, að veðdeild Landsbankans gæti haldið áfram þeirri lánastarfsemi, sem barna er um að ræða. Það hefur verið um það að gera að veita lán ýmsum aðilum, sem geta ekki með eðlilegum hætti fallið undir hið almenna húsnæðislánakerfi. Hér er um tiltölulega lítil lán að ræða, og ég hygg, að það sé rétt að halda þessu áfram, og því hefur rn. ákveðið að verða við óskum veðdeildar Landsbankans og leita eftir heimildum með þessu frv., til þess að hún geti veitt lán áfram samkv. þessum reglum. Málið er svo einfalt, að það er óþarfi að hafa um það mörg orð og hv. alþm. þekkja þetta mál allt saman.

Ég legg til. herra forseti, að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til fjh.- og viðskn. til fyrirgreiðslu.