17.12.1973
Neðri deild: 43. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1504 í B-deild Alþingistíðinda. (1370)

159. mál, Seðlabanki Íslands

Bjarni Guðnason:

Herra forseti. Til er máltækið „að grípa gæsina, þegar hún gefst“. Hér er nú fyrir hv. þd. frv. um breyt. á l. um Seðlabanka Íslands, og þykir mér þá hlýða að reyna að fá hér inn komið brtt., sem er sama efnis og það frv., sem ég flutti í upphafi þings. M. ö. o. vil ég gera það að till. minni, að sem 2. gr. í þessu frv. komi ný gr., svo hljóðandi:

„Við 27. gr. l. bætist svo hljóðandi mgr.: Allar meiri háttar framkvæmdir á vegum bankans eru háðar sérstöku samþykki beggja, ráðh. og bankaráðs:“

Yrði þá núv. 2. gr. að sjálfsögðu 3. gr. frv., ef samþykkt yrði.

Ég vil leyfa mér að biðja um afbrigði fyrir þessari till. minni og vona, að hún fái formlega afgreiðslu. Það þarf ekki að ræða þetta frekar, þetta er svo augljóst mál. Hv. þm. er ljóst, hvað fyrir mér vakir með þessari brtt.