17.12.1973
Neðri deild: 43. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1509 í B-deild Alþingistíðinda. (1377)

86. mál, rannsóknarnefnd vegna landhelgisgæslu

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að lengja mikið þessar umr., en þar sem ég tel víst, að þessi till. fari til n., og miðað við þann tíma, sem hefur tekið að koma henni í n., þá mætti búast við, að það yrði bið á því, að hún kæmi til umr. aftur hér, og vil ég því láta koma fram afstöðu mína til till.

Ég tel þennan tillöguflutning algerlega fráleitan. Alþ. hefur beitt ákvæði um sérstakar rannsóknarnefndir með ákaflega mikilli varúð. Það er mitt mat, að ekkert hafi gerst, sem gefi tilefni til svo fáheyrðra aðgerða og svo alvarlegrar ákvörðunar af hálfu hv. d. sem það væri, ef hún setti sérstaka rannsóknarnefnd samkv. þessari till. Ég tel, að hæstv. dómsmrh. hafi strax svarað gagnrýni vestfirsku sjómannanna á eðlilegan hátt með þeirri athugun, sem fram hefur farið í þessu máli nú þegar. Þar að auki finnst mér skylt að hafa í huga, að Íslendingar eru vissulega í erfiðri aðstöðu í landhelgismálinu, voru það enn meir, þegar tili. var flutt, en eru það enn. Þetta er mikið alvörumál. Þá áttu Íslendingar í styrjöld við volduga þjóð eða því sem næst. Þessar ástæður gera enn fráleitara að mínu mati að fitja upp á slíkum aðgerðum sem þeim, sem till. fjallar um. — Ég vildi aðeins láta þetta koma fram við þessa umr. málsins.