19.12.1973
Sameinað þing: 39. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1635 í B-deild Alþingistíðinda. (1492)

1. mál, fjárlög 1974

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég flyt hér ásamt hv. 2. landsk. þm., Pétri Péturssyni, og hv. 5. þm. Norðurl. v., Pálma Jónssyni, brtt. við frv. til fjárl. þess efnis, að styrkveiting til Hjartaverndar hækki úr 8 millj. kr. í 10 millj, kr. Það, sem m. a. fær mig til að standa að þessari brtt. og beita mér fyrir henni, eru orð hæstv, forseta Sþ. hér í kvöld, þegar hann mælti fyrir till., sem hann er 1. flm. að, um að hækka tillög til þingflokkanna, en þá viðhafði hann þau orð, að þau þyrftu að hafa sama launagreiðslugildi og áður, það fé, sem þingflokkarnir fengju, þyrfti að hafa sama launagreiðslugildi og áður. Nú leyfi ég mér að benda á í sambandi við þessa till. mína, að Hjartavernd fékk samkv. fjárl. 1972 8.3 millj. kr., þannig að þótt hækkað væri nú í 10 millj., þá geri ég ráð fyrir, að launagreiðslugildið væri ekki meira en það var samkv. fjárl. 1972.

Ég skal ekki vera margorður um þörf þessa félagsskapar fyrir þessa fjárhæð. En vegna þess að það virðist vera nokkuð í tísku núna á hv. Alþ., ef fé á að renna til höfuðborgarsvæðisins eða eitthvað gott að gera fyrir íbúana hér eða hópa þeirra, að það sé algert bannorð hjá mörgum hæstv. þm., jafnvel þótt hið sama og bannað er hér megi gilda fyrir kjósendur þeirra eigin kjördæma, þá vil ég benda á það, að Hjartavernd er nú að vinna að áætlun samkv. sínu verksviði um allt land. Þeir hafa að mestu lokið þeim hluta áætlunarinnar, sem lýtur að íbúum þéttbýlissvæðisins á Suðvesturlandi, og mér persónulega er ekki kunnugt um, að þeir úti um land, þó að það virðist oft vera, þegar þeir fella till. okkar Reykvíkinga, séu með sterkara bjarta en við hér á Suðvesturlandi, og því held ég, að þeim veiti ekki af að njóta þessarar þjónustu líka, eins og við höfum notið hér á þessu svæði.

Hafandi orð forseta S.þ. nú í kvöld í huga, þegar hann mælti fyrir sinni till., vitandi það, að hann hefur sterkt hjarta, þá vænti ég, að bæði hann og flokksbræður hans hafi jafnframt gott hjarta og styðji þessa till. Til þess að sýna fram á, að við séum ekki að stofna til óþarfa útgjalda, vitna ég til till., sem einn af meðflm. mínum, hv. þm. Pálmi Jónsson, flytur á þskj. 309 um lækkun á óþarfalið um 12 millj. kr. Ég held, að sú brtt., ef samþ. verður, muni spanna yfir allar brtt. okkar sjálfstæðismanna. Hún er um, að lækkuð verði allverulega sú upphæð, sem fer til þess að koma áleiðis áróðri vinstri flokkana svokölluðu á prenti.