19.12.1973
Neðri deild: 50. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1666 í B-deild Alþingistíðinda. (1531)

159. mál, Seðlabanki Íslands

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Samkv. gildandi lögum hefur ráðh. yfirstjórn Seðlabankans. Ég skil lögin þannig, að hæstv. bankamálaráðh. hafi þetta vald, sem hér er um rætt, til þess að stöðva meiri háttar framkvæmdir, ef hann vill. Ef þessi till. hv. þm. yrði felld, mundi hún vafalaust notuð til stuðnings þeirri túlkun, að ráðh. hafi ekki þetta vald. Ég segi því já við þessari till.