28.01.1974
Neðri deild: 55. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1807 í B-deild Alþingistíðinda. (1670)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Gils Guðmundsson):

Í tilefni af því, að þegar hafa 5 hv. þm. kvatt sér hljóðs utan dagskrár, vil ég aðeins vekja athygli á því, að sú er skoðun forseta þingsins, að umr. um fsp., sem bornar eru fram utan dagskrár, eigi, eftir því sem frekast er kostur, að vera innan þess ramma, sem sniðinn er skriflega fram hornum fsp. Ég vænti þess, að hv. þdm. séu mér sammála um, að það sé ekki eðlilegt, að slíkar fsp., fram bornar utan dagskrár, eigi að hafa annan forgang fram yfir venjulegar fyrirspurnir heldur en þann, að þær komast strax að og þeim er samstundis svarað.

Ég vænti þess, að hv. ræðumenn, sem kvatt hafa sér hljóðs, geti orðið mér sammála um þetta atriði.