04.02.1974
Neðri deild: 57. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1959 í B-deild Alþingistíðinda. (1768)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Bjarni Guðna,son):

Forseta hefur borist svo hljóðandi bréf, dags. 31, jan. 1974:

„Þar sem ég vegna sérstakra anna mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l..um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Reykjavík, Jón Snorri Þorleifsson trésmíður, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.

Eðvarð Sigurðsson,

8. þm. Reykv.

Jón Snorri Þorleifsson hefur áður setið hér á Alþ. og þarf því ekki að samþykkja kjörbréf hans, og býð ég hann velkominn til starfa.