06.02.1974
Efri deild: 54. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2028 í B-deild Alþingistíðinda. (1825)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Ég vil beina því til hv. alþm, og sérstaklega formanna í n., að það er mjög æskilegt, ef hægt væri að hraða meira nefndarstörfum en verið hefur nú um skeið, því að það er allmikið af málum, sem hefur verið vísað til n. á þinginu í vetur og væntanlega hafa umsagnir borist, þannig að það ætti senn að geta liðið að því, að n. geti afgreitt mál, því að tíminn líður óðum. Ég vænti þess, að hv. nefndaformenn og þm. reyni að hraða þessum störfum eftir föngum.