11.02.1974
Efri deild: 55. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2092 í B-deild Alþingistíðinda. (1874)

201. mál, kosningar til Alþingis

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Aðeins örfá orð vegna fyrirspurnar hv. 6. þm. Reykv. um skráningarmálið. Mergurinn málsins er sá, að það, sem leiddi til missis kosningarréttar hjá nokkrum hópi, var fall út af þjóðskrá vegna þess, að aðsetursskipti voru talin fela í sér búferli. Þær ráðstafanir, sem fyrirhugaðar eru að frumkvæði Hagstofunnar, fela það í sér, að aðsetursskipti, sem nánar eru skilgreind með erindaskiptum milli skráningaraðilanna hér á landi og á öðrum Norðurlöndum, skulu ekki teljast búferli og því ekki hafa í för með sér brottfall af þjóðskrá hvað íslendinga varðar, og þess vegna ekki missi réttinda eða aðstöðu, sem af því hlaust.