11.02.1974
Neðri deild: 60. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2093 í B-deild Alþingistíðinda. (1876)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 7. febr. 1974.

Þar sem ég vegna sérstakra anna heima fyrir mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður landsk. þm. SF, Halldór S. Magnússon viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Karvel Pálmason,

7. landsk. þm.

Halldór S. Magnússon hefur áður átt sæti hér á þessu kjörtímabili, og býð ég hann velkominn til starfa.

Þá hefur mér borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 7. febr. 1974. Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleysi og með skírskotun til 138. gr. 1. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 2. varamaður Alþb. í Reykjavík, Sigurður Magnússon rafvélavirki, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.

Magnús Kjartansson,

3. þm. Reykv.

Sigurður Magnússon rafvélavirki hefur einnig setið á Alþ. á þessu kjörtímabili, og býð ég hann velkominn til starfa.

Loks hefur mér borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 11. febr. 1974.

Samkv. beiðni Matthíasar Bjarnasonar, 2. þm. Vestf., sem nú er sjúkur, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. 1. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vestf., Ásberg Sigurðsson borgarfógeti, taki sæti á Alþ. í forföllum hans.

F.h. þingflokks Sjálfstfl.,

Gunnar Thoroddsen.“

Sama máli gildir um Ásberg Sigurðsson borgarfógeta og þá varamenn, sem áður er greint frá, að hann hefur átt sæti hér á Alþ. á þessu kjörtímabili, og býð ég hann einnig velkominn til starfa.