11.02.1974
Neðri deild: 60. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2111 í B-deild Alþingistíðinda. (1885)

93. mál, sjálfskuldarábyrgð á lánum til kaupa á fiskiskipum

Forseti (Gils Guðmundsson):

Vegna þeirra tilmæla, sem hv. 12. þm. Reykv. beindi til mín, vil ég segja þetta:

Ég skal beita mér fyrir því, að forsetar ræði það mál, sem hv. þm. nefndi. Ég get lýst því yfir, að ég tel, að hér sé um bæði gamalt og nýtt vandamál að ræða, að það er og hefur lengi verið tilhneiging til þess að samþykkja í einu frv. mál, sem eru tiltölulega óskyld og ættu eðli máls samkv. að vera borin fram í fleiri en einu frv. Ég lýsi því sem sagt yfir, að ég mun beita mér fyrir því, að forsetar ræði þetta vandamál og athugi, hvort þeir geta eitthvað í því gert. Burtséð frá þessu sérstaka máli, þá er það ekki nýtt, að slík vandamál komi upp, og er eðlilegt að mínum dómi, að það sé sérstaklega athugað, hvað hægt er og rétt er að gera í því efni.