30.10.1973
Sameinað þing: 10. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 241 í B-deild Alþingistíðinda. (190)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Friðjón Þórðarson):

Út af orðum hæstv. iðnaðar- og orkumálaráðherra vil ég aðeins taka þetta fram: Það er að sjálfsögðu alveg rétt, þegar fjöldi mála er á dagskrá, sem mörg ná ekki því að verða tekin til umr., að þá er tími hv. Alþ. dýrmætur. Þó hygg ég, að það sé ekki talið rétt né venju samkv. að neita mönnum um að hreyfa máli utan dagskrár, enda hafði hv. 2. þm. Vestf. tjáð mér, að hann hefði þegar minnst á þetta við hæstv. iðn- og orkumrh. En að sjálfsögðu er þetta gert í trausti þess, að þm. séu mjög stuttorðir og helst jafnframt gagnorðir.