13.02.1974
Neðri deild: 61. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2189 í B-deild Alþingistíðinda. (1954)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Gils Guðmundsson):

Þessar umr. utan dagskrár hafa nú staðið nokkuð á annan klukkutíma, og þær verða nú skornar niður senn. Tveir hv. alþm. höfðu kvatt sér hljóðs, þegar ég ákvað að skera þessar umr. niður, og ég mun gefa þeim kost á að leggja enn nokkur orð til þessara mála. Annar þeirra kemst væntanlega af með stutta aths. og hinn, sem þegar hefur talað tvisvar, væntanlega með örstutta, en þó verð ég að segja, að þar sem hæstv. ráðh. hefur nú beint til hans allmörgum orðum, mun ég láta gott heita, ef hann gerir stutta aths., þó að hún verði ekki örstutt.