19.02.1974
Sameinað þing: 57. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2262 í B-deild Alþingistíðinda. (2026)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Eysteinn Jónsson):

Út af orðum 1. þm. Reykv. tek ég undir það með honum, að ég varð ekki var við, að það væri neitt formlegt samkomulag í sambandi við þingskapabreytinguna um að stytta ræðutíma í umr. utan dagskrár. Það er laukrétt hjá honum, og það var ekki ætlun mín, að það mætti skilja mig þannig, heldur meinti ég, að það hlyti að verða að skoðast sem eðlileg afleiðing af þeirri breyt., þegar fram í sækti, að þessi háttur yrði á hafður. Ég læt í ljós ánægju mína mína yfir því, að hv. 1. þm. Reykv. sagði, að hann teldi eðlilegt að koma svipuðu sniði á þessar umr. utan dagskrár og við erum að reyna.