20.02.1974
Neðri deild: 64. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2300 í B-deild Alþingistíðinda. (2063)

70. mál, starfskjör launþega

Frsm. (Ágúst Þorvaldsson):

Herra forseti. Þetta frv. um starfskjör launþega er komið til Nd. frá Ed., var samþ. þar einróma. Félmn. Nd. hafði málið til athugunar og leggur til, að frv. verði samþ. hér óbreytt. Ég skal taka það fram, að á þeim fundi, þegar málið var afgreitt, voru 3 nm. fjarverandi.