31.10.1973
Efri deild: 9. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í B-deild Alþingistíðinda. (208)

34. mál, tilkynningar aðsetursskipta

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Höfuðefni þess frv., sem hér liggur fyrir, eru sérstakar reglur um tilkynningar aðsetursskipta, að því er varðar Vestmanneyinga. Þeir, sem áttu lögheimill í Vestmannaeyjum 22. jan. s. l. og ekki hafa tilkynnt með alveg sérstökum hætti, sem nánar greinir í frv., að þeir séu lögskráðir annars staðar, skulu af sjálfu sér vera skráðir í Vestmannaeyjum. Þetta er í raun og veru höfuðinntak frv. Svo eru tvær smávægilegar breytingar við löggjöfina um tilkynningar aðsetursskipta, sem ég hirði ekki að ræða um, enda er þeirra greinilega getið í athugasemdum við frv. sjálft.

Að sjálfsögðu er þetta ákvæði til hægðarauka fyrir Vestmanneyinga, svo að þeir haldi búsetu í Vestmannaeyjum, og einnig er það til að treysta enn betur grundvöll undir þjóðskrána að þessu leyti.

Tel ég ekki ástæðu til að ræða frekar þetta efni. Nefndin hefur haft með það að gera á einum fundi og mælir með samþykkt frv. óbreytts.