26.02.1974
Neðri deild: 67. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2356 í B-deild Alþingistíðinda. (2127)

152. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. meiri hl. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins árétta það, sem kom fram frá minni hálfu, þegar þetta mál var síðast til umr. hér í hv. d., að ég er andvígur þeim brtt., sem liggja fyrir á þskj. 214 frá hv. þm. Bjarna Guðnasyni og á þskj. 325 frá hv. þm. Ólafi G, Einarssyni og Pétri Péturssyni.

Varðandi till. á þskj. 325 bendi ég aðeins á það, að hér er um stóran tekjustofn að ræða, og það er alveg fráleitt að fara með hann úr verðtolli yfir í þungatoll fyrirvaralaust og athugunarlítið. Slíkt kemur ekki til mála. Ég legg eindregið til, að sú till. verði felld.

Varðandi till, frá hv. þm. Bjarna Guðnasyni vil ég benda á það, að þetta mái þarf áreiðanlega dálitla skoðun, áður en slík breyting er gerð, t.d. í sambandi við sendiráðsstarfsmenn, og ég hlýt því einnig að leggja til alveg eindregið að sú till. verði felld hér við þessa umr.