26.02.1974
Sameinað þing: 60. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2366 í B-deild Alþingistíðinda. (2155)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Eysteinn Jónsson):

Það er mjög þreytandi að standa í þessu þrasi við hv. þm. út af þessum umr. utan dagskrár, og ég vil biðja þá að hafa betri samvinnu um það að hafa aths. stuttar og fylgja nokkurn veginn fyrirspurnareglum. Það er ákaflega óviðkunnanlegt, að hér er dag eftir dag haldið uppi umr. utan dagskrár, og eins og ég segi, mjög þreytandi að standa sífellt í því að brýna fyrir þm. að hafa þær í hófi, hafa þær stuttar, en á sama tíma verða forsetar þráfaldlega fyrir ámæli út af því, að málin komast ekki áfram á dagskránum. Ég mun halda mig fast við það að reyna að halda þessum umr. innan hæfilegra marka og bið hv. þm. að taka þátt í því.