27.02.1974
Neðri deild: 70. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2377 í B-deild Alþingistíðinda. (2177)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 27. febr. 1974. Þar sem ég er á förum til útlanda að læknisráði mér til heilsubótar, mun ég ekki sækja fundi Alþingis fyrst um sinn. Ég leyfi mér því að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Birgir Kjaran, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Jóhann Hafstein.

Til forseta neðri deildar Alþingis.“

Ég býð Birgi Kjaran velkominn til starfa.