27.02.1974
Neðri deild: 71. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2397 í B-deild Alþingistíðinda. (2196)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Gils Guðmundsson):

Nú hygg ég, að það sé öllum hv. þdm. ljóst, að forsetar þingsins telja ekki æskilegt, að hér verði umr. utan dagskrár sem fastur daglegur dagskrárliður. En með hliðsjón af því, að einn hv. alþm., sem mun hverfa af þingi í dag eða eftir daginn í dag eða eftir daginn á morgun, hefur óskað þess að segja hér nokkur orð utan dagskrár, þá mun ég verða við því.