05.03.1974
Sameinað þing: 63. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2462 í B-deild Alþingistíðinda. (2278)

415. mál, lánveitingar úr Byggðasjóði

Alexander Stefánsson:

Herra forseti. Mér finnst þessar umræður bera vitni þess, að alþm. almennt skilji gildi Byggðasjóðs. Ég vil taka undir það, sem síðasti ræðumaður sagði hér áðan, að mér finnst, að það sé ástæða til að endurskoða reglur um útlán í sambandi við fiskiskip. En ég kom nú hingað upp aðeins til að segja það, að mér finndist áhugavert, að þm. tækju nú höndum saman og gerðu það, sem væri raunveruleg byggðastefna, og það er að auka fjármagn Byggðasjóðs.