08.03.1974
Efri deild: 73. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2619 í B-deild Alþingistíðinda. (2384)

255. mál, lántökuheimildir erlendis

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 444 er frv. til l. um lántökuheimildir erlendis. Með fjárl. fyrir árið 1974 var hætt að lögfesta sérstaka framkvæmda- og fjáröflunaráætlun ríkisstj., svo sem gert hafði verið árlega allt frá 1963, og var framkvæmdahluti þessarar áætlunar nú sameinaður fjárlögum. Hið sama gildir um hinn innlenda hluta fjáröflunarinnar. En talið hefur verið eðlilegra, að heimild til lántaka erlendis styðjist við sérstök lög, enda vafasamt, að heimild í fjárl. sé nægilega tryggur grundvöllur slíkra aðgerða. Því er nú lagt fram sérstakt frv. um þetta efni, eins og boðað var í aths. með fjárlagafrv., svo og annað frv. um skattalega meðferð verðbréfa, spariskírteina og happdrættisskuldabréfa, sem ríkissjóður selur. Frv. þetta er að vísu nokkru síðbúnara en þar var gert ráð fyrir, en stafar einkum af því, að ljóst var, að ríkið mundi leita frekari lánsheimilda en ráðgert var í fjárlagafrv. til að standa undir auknum framkvæmdum orkumála. Þær útgjaldaákvarðanir eru hins vegar ekki fullmótaðar fyrr en nú fyrir stuttu.

Á fskj. í hér er sýnd sundurliðun á fjáröflun til opinberra framkvæmda 1973 og 1974. Fyrra árið er ákvæði um lánsfjáröflun í I. nr. 8 1973, en síðara árið er hliðstætt ákvæði að hluta í fjári. fyrir árið 1974 og að hluta í frv. því, sem hér er lagt fram. Yfirlitið leiðir í ljós, að fjáröflun eykst úr 1168 millj. kr. og verður 2169 millj., sem skiptist þannig: 255 millj. eru endurgreiðslur eldri spariskírteina, 220 millj. ný verðbréfaútgáfa og 526 millj. erlendar lántökur, en gert er ráð fyrir, að hin sérstaka lánsfjáröflun til framkvæmda í orkumálum og við landshafnir á árinu 1974 fari fram erlendis, sbr. aths. við 1. gr. frv.

Á fskj. II er síðan gerð grein fyrir því, hvernig framangreindri lánsfjáröflun er ráðstafað til helstu málaflokka. Þar eru fyrirferðarmestar Rafmagnsveitur ríkisins með 538 millj. og Rafmagnsveitur til lengingar lána 50 millj., Laxárvirkjun 104 millj., stofnlína um Norður-Suðurland 300 millj., orkurannsóknir 127 millj., sveitarafvæðing 110 millj., Skeiðarársandur 400 millj., Hafnarfjarðarvegur í Kópavogi 80 millj., aðrir vegir á vegáætlun 100 millj. Sérstakar hafnarframkvæmdir eru svo 290 millj. og endurlán vegna þeirra 56 millj. kr. 18. millj. eru til landshafna.

Ég sé ekki ástæðu til. herra forseti, að orðlengja frekar um þetta frv., enda skýrir það sig sjálft. Ég legg til, að því verði að lokinni þessari umr. vísað til fjh: og viðskn. hv. d. og treysti því, að hv. n. geti afgreitt málið fljótt, og jafnframt, að málinu verði vísað til 2. umr.