08.03.1974
Neðri deild: 75. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2631 í B-deild Alþingistíðinda. (2395)

65. mál, orlof

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Þegar mál þetta var til umr. hér fyrir nokkru, var nokkur meiningarmunur um það, hvort frv., eins og það var þá orðað, næði þeim tilgangi, sem ég held, að öllum hafi verið ljóst, hver væri. Ég fór þá fram á það, að umr. yrði frestað, til þess að félmn. gæfist tóm til þess að skoða málið betur. Félmn. hefur gert það og til þess að taka af öll tvímæli hefur n. lagt fram brtt., sem er svo hljóðandi:

„1. gr. orðist þannig: Á eftir 2. mgr. 4. gr. laganna komi ný málsgr., er orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. gr. laga þessara er skólafólki, sem stundar nám við viðurkennda skóla, þó heimilt að taka allt orlof sitt utan orlofstímabilsins og fá orlof sitt greitt, ef það óskar, á því orlofsári, sem orlofsréttur myndast.“

Með þessu móti, eins og brtt. er nú orðuð, sýnist mér, að ekki ætti að leika neinn vafi á því, við hvað er átt, og tekin verði af öll tvímæli.