13.03.1974
Efri deild: 76. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2722 í B-deild Alþingistíðinda. (2482)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Steingrímur Hermannsson:

Herra forseti. Mér skilst, að hv. þm. Halldór Blöndal sé farið að leiðast eftir Kröflufrv. Ég vil róa hann með því, að það er fundur í iðnn. í fyrramálið, boðaður kl. 91/2 og ég geri ráð fyrir, að á þeim fundi verði það frv. afgreitt. Þegar n. tók málið fyrir, var rætt um það, hvort þörf væri á, að senda frv. út til umsagnar. Okkur þótti sjálfsagt, að það hlyti skjóta afgreiðslu, en við nánari athugun var talið rétt að leita umsagnar nokkurra aðila, fyrst og fremst Norðlendinga. Ég var síðan fjarverandi nokkurn tíma. Þegar ég kom heim, athugaði ég málið, og þá voru umsagnir ekki komnar. Þær eru komnar núna og ekkert því til fyrirstöðu, að málið verði afgreitt. Ég sé ekki betur en málið sé tímanlega á leið þannig, að ekkert eigi að stöðva afgreiðslu þess á þessu þingi. Það kemur fyrir þessa deild strax eftir næstu helgi.