14.03.1974
Neðri deild: 83. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2858 í B-deild Alþingistíðinda. (2563)

67. mál, happdrættislán ríkissjóðs til að fullgera Djúpveg

Forseti (Gils Guðmundsson):

Í tilefni af ummælum hv. 5. þm. Norðurl. e. um vinnubrögð og það, að þau tvö mál, sem hann ræddi hér um, hafa farið sitt til hvorrar n., þá verð ég að taka á mig þá sök að nokkru leyti. Það er að sjálfsögðu á verksviði forseta að benda á, ef uppástungur eru um, að mál fari til n., þar sem það á ekki heima. Ég skal viðurkenna það, að ég tel, að þessi tvö mál séu svo hliðstæð, að þau hafi átt að fara til einnar og sömu n., sem ég tel þá, að sé fjh: og viðskn., þar sem þetta er hvort tveggja mikið fjárhagsmál. En venjan er nú sú, að forseti ber upp till. viðkomandi flm., nema því aðeins að hann telji hana óeðlilega. Hér er að vísu um samgöngumál að ræða líka, en ég játa, að það hefði verið eðlilegra, að bæði málin hefðu verið hjá einni og sömu n., og verð að taka á mig þá sök að nokkru að hafa sennilega í þessum tilvikum báðum orðið við till., sem flm. hafa flutt um n.