01.11.1973
Sameinað þing: 11. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í B-deild Alþingistíðinda. (260)

4. mál, sjóminjasafn

Flm. (Gils Guðmundsson) :

Herra forseti. Það er aðeins í sambandi við þá aths. hv. 2. þm. Reykn., að það hefði átt að hafa sérstakt samráð við þm. Reykn. um þetta mál. Þá vil ég aðeins segja það, að ég lít alls ekki á þetta mál sérstaklega sem mál Reykjaneskjördæmis og raunar ekki sem sérmál Hafnarfjarðar. Hér er fyrst og fremst um það að ræða, hvort á nú að hefjast handa um að stofna til sjóminjasafns. Það, sem snerti þm. Reykn., væri þá aðeins sú staðsetning, sem nefnd er sem æskileg og líkleg í frv., og ég á ekki von á því, að hv. þm. sé andvígur henni.