20.03.1974
Neðri deild: 87. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2994 í B-deild Alþingistíðinda. (2677)

259. mál, skattkerfisbreyting

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Út af ræðu hv. 7. þm. Reykv. vil ég taka fram: Í fyrsta lagi: Ríkisstj. hefur samþ., að niðurgreiðslur verði ekki lækkaðar frá því, sem þær eru í dag, þ.e. að ekki verði notuð sú heimild til lækkunar á niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum, sem fyrir hendi er.

Í öðru lagi: Ríkisstj. hefur í undirbúningi till. um ráðstafanir í efnahagsmálum, er hafi það markmið að stuðla að jafnvægi í þeim efnum. Einn liður í þeim till. verður heimild um lækkun á útgjaldaliðum fjárlaga, jafnt lögbundnum sem þeim, sem einungis styðjast við fjárlög. Ég tel heimildartill. um lækkun á útgjaldaliðum fjárl. eiga betur heima í almennum l. um efnahagsráðstafanir en í þeim l. um skattkerfisbreyt., sem hér er um fjallað.